3. Vetrarleikar - Góu og Hraunhamars

Vetrarleikar 

Verða haldnir núna um helgina, dagana 17. og 18. apríl.

Við erum öll búin að bíða eftir tilslökunum á fjöldatakmörkunum og bíðum við enn eftir frekari tilmælum varðandi áhorfendur ofl. en erum bjartsýn á að áhorfendur geti verið í bílum og að hámarki 20 manns í brekkunni. Stebbukaffi verður opið en það er grímuskilda, við verðum að virða 2 m regluna og einungis mega vera 20 manns í salnum.

Skráning hófst í mars og stendur til miðnættis í kvöld, miðvikudaginn 14. apríl. Skráning fer fram inn á sportfeng.com

Barnaflokkur (T1 barnflokkur)
Unglingaflokkur minna vanir (T3 unglingaflokkur)
Unglingaflokkur (T1 unglingaflokkur)
Ungmennaflokkur (T1 ungmennaflokkur)
Byrjendaflokkur (T1 3. flokkur)
Karlar og konur 2 (T1 2. flokkur)
Karlar og konur 1 (T1 1. flokkur)
Heldrimenn og konur (T1 opinn flokkur)
Meistarflokkur (T1 Meistarflokkur)
100m Skeið

Skráning í Pollaflokk skal senda á motanefnd@sorli.is

 Eins og á hinum tveimur vetraleikum ætlum við að hafa barnaflokk inn á hringvellinum. Við skiptum þeim upp í tvö holl eftir því hvort að knapinn sýni stökk eða fet.

 Á þessu móti er keppt í þrígang, knapi hefur sjálfur val um hvaða 3 gangtegundir hann sýnir einnig er heimilt að skrá fleiri en einn hest.

 Dagskrá kemur siðar.