Framkvæmdir á reiðvegum 18. nóv

Framkvæmdir á reiðvegum 

Verklok hafa tafist á hringjunum okkar vegna veðurs, ekkert var hægt að gera í gær miðvikudag, því allt var frosið og smá snjór yfir öllu, stefnt er að því að klára fyrir viku lok.

Reiðvegirnir eru ekki lokaðir, en hvetjum enn til þess að reiðmenn sýni þolinmæði, skilning og tillitsemi og fari sérstaklega varlega og séu vakandi fyrir þeim hættum sem kunna að skapast þar sem stórar vinnuvélar eru enn á svæðinu.

Reiðveganefnd Sörla