Fyrirlestrar fyrir keppendur og foreldra

Áskoranir, stress og árangur 

Þriðjudaginn 31. maí verður Edda Dögg Ingibergsdóttir, en hún er með master í íþróttasálfræði, með fyrirlestra á Sörlastöðum, annarsvegar fyrir foreldra keppniskrakka og hinsvegar fyrir keppniskrakkana okkar.

Foreldrar kl 18:30-19:30
Krakkarnir kl 19:30-20:30

Foreldrar barna, unglinga og ungmenna í keppnisíþróttum – Hvernig hjálpum við börnunum okkar að ná árangri og að takast á við áskoranir tengdar keppnum.
Fyrirlestur og spjall fyrir foreldra um það hvernig við hjálpum börnunum okkar að takast á við áskoranir, mótlæti, og  uppgjör móta. Hvernig hvetjum við þau áfram, styðjum við þau þegar að blæs á móti og hjálpum þeim að draga sem mestan lærdóm af sinni íþróttaiðkun.

Hugurinn skiptir máli – minna stress og meiri árangur
Fyrirlestur og spjall fyrir börn, unglinga og ungmenni sem að fer yfir það hvernig hægt er að minnka stress og kvíða fyrir keppni, hvernig við náum réttu hugarfari áður er farið inn á keppnisvöllinn, og hvernig við náum fram sama árangri á vellinum og við náum á reiðgötunni.

Viljum við hvetja alla til að koma og taka þátt, því nú er gæðingamótið okkar og úrtaka fyrir landsmót framundan og við vitum að það komast ekki allir þangað, sama hvað þau hafa verið dugleg að æfa sig og þjálfa hrossin sín í vetur. Einnig getur verið gott fyrir metnaðarfulla forelda að vita hvernig best er að bregðast við þegar allt gengur ekki samkvæmt áætlun.

Skráning á sorli@sorli.is - sendið nafn barns, aldur og nafn foreldra/foreldris sem ætla að mæta

Aðgangur ókeypis.