Gæðingamót Sörla og Landsmótsúrtaka 29. maí til 2. júní

Á Hraunhamarsvelli 

Gæðingamót Sörla og Landsmótsúrtaka fer fram dagana 29. maí til 2. júní á Hraunhamarsvellinum í Sörla.

Skráning fer fram á Sportfeng og er frá 20. maí til 25. maí.

Athugið að þátttakendum er heimilt að taka þátt í hvorri umferð sem er eða báðum. Árangur úr seinni umferð/gæðingamóti gildir til úrslita.

Boðið verður upp á tvær umferðir og verður eftirfarandi fyrirkomulag.

Þetta er einungis drög að dagskrá

Miðvikudagur 29. maí - Fyrri umferð A og B flokkur
Fimmtudagur 30. maí – Fyrri umferð, börn, unglingar og ungmenni
Föstudagur 31. maí – Seinni umferð og gæðingamót A og B flokkur
Laugardagur 1. júní –  Seinni umferð og gæðingamót, börn, unglingar, ungmenni, c flokkur unglingar og ungmenni, gæðingatölt allir flokkar og 100m skeið opið.
Sunnudagur 2. júní – Úrslitadagur

Opinn flokkur skrá sig í A flokk 1 og B flokk 1
Áhugamenn skrá sig í A flokk 2 og B flokk 2

C flokkur unglinga og ungmenna er ekki fyrir krakka sem taka þátt í Landsmótsúrtöku.
C flokkur er ekki á Landsmóti. 

Möguleiki er að skrá sig í seinni umferð í klukkutíma eftir að fyrri umferð lýkur en hækkar þá skráningargjaldið í 12.000kr

Skráningargjald
Fyrri umferð í alla flokka – 6.000kr
A og B flokkur – 8.000kr
C flokkur – 7.000kr
A flokkur Ungmenna – 7.000kr 
B flokkur Ungmenna – 7.000kr
Barna og unglingaflokkur – 6.000kr
Gæðingatölt allir flokkar – 8.000kr
Opið 100m skeið – 6.000kr

Allar reglur um gæðingakeppni eru á LH vefnum.