Gæðingaveisla Sörla fór fram laugardaginn 30. ágúst á Hraunhamarsvellinum við frábærar aðstæður. Veðrið lék við gesti og keppendur, brautin var í toppstandi og stemningin á svæðinu alveg einstök.
Að þessu sinni var keppt í sameinuðum flokkum bæði í A- og B-flokki þar sem saman komu 1., 2. og ungmennaflokkar. Í þeim greinum sem náðu 8 eða fleiri keppendum var riðið til úrslita og buðu keppendur upp á stórglæsilegar sýningar.
Áhorfendur nutu þess að sjá fagmannlega reiðmennsku, frábæran keppnisanda og lifandi stemningu á svæðinu, þar sem fjölmennt var í brekkunum og andrúmsloftið sannkölluð gæðingaveisla.
Við viljum þakka kærlega öllum styrktaraðilum (Horseday, Sindra Sigurðssyni og Hestefli) og starfsfólki (Sigríði Kristínu framkvæmdastjóra, Stefaníu sem sá um að við yrðum ekki svöng og þyrst sem og dómurum, Ólafi Árnasyni, Stefáni Ágústsyni og Frederiku Fagerlund) fyrir þeirra mikilvæga framlag til mótsins. Síðast en ekki síst viljum við þakka sérstaklega öllum sjálfboðaliðum sem lögðu sitt af mörkum til að gera mótið að veruleika. Án þeirra hefði þessi frábæra hátíð ekki verið möguleg.
Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður og úrslit frá Gæðingaveislu Sörla