Góður árangur Sörlafólks á mótum í sumar

Okkar fólk áberandi 

norðurlandamót
Hanna Rún Ingibergsdóttir og Leistur

Lokaspretturinn í mótahaldinu á Íslandi var góður, og nú þegar tímabilinu er lokið getum við Sörlafélagar borið okkur býsna vel með okkar fólk sem var nokkuð áberandi nú seinni hluta sumarsins.

Við áttum náttúrulega marga góða fulltrúa á Landsmóti, og því hefur öllu saman verið gerð skil hér á síðunni okkar fyrr í sumar og það ber helst að nefna að Sörli átti fulltrúa í úrslitum allra flokka gæðingakeppninnar á Landsmótinu.

Rétt eftir landsmótið fór Áhugamannamót Íslands fram, og þar voru það mæðginin Alexander Ágústsson og Kristín Ingólfsdóttir sem gerðu frábæra ferð á Akranesið og unnu sinn hvorn flokkinn. Alexander og Hrollur unnu fimmgang og Kristína vann fjórgang á Ásvari.

Hafdís Arna Sigurðardóttir, Bertha María Waagfjörð og Sara Dís Snorradóttir fóru á Opið gæðingamót á Flúðum. Hafdís Arna og Mertha María voru þar í úrslitum í áhugamannaflokki og Sara Dís var í úrslitum í unglingaflokki.

Á Metamóti Spretts voru áhugamenn Sörla í algjöru aðalhlutverki þegar Inga Kristín Sigurgeirsdóttir á Gutta vann B-flokkinn og í A-flokk endaði Sigurður Markússon í 2. sæti á Muggu og Kristín Ingólfs í því 4. á Tóni. Anna Björk Ólafsdóttir keppti einnig á Metamótinu í opnum flokki og varð í 5. sæti á Flugari.

Á Gæðingaveislu Sörla sigraði Anna Björk Ólafsdóttir í B-flokki opnum flokki á Flugari, Sunna Þuríður og Hergill unnu ungmennaflokkinn og Kolbrún Sif vann unglingaflokk á Kolfinni.
Margir Sörlafélagar röðuðu sér í úrslitasæti þar að auki.

Íslandsmót Barna og unglinga fór fram í Borgarnesi í ágúst, og þar var það Sara Dís Snorradóttir sem landaði Íslandsmeistaratitli en hún varð samanlagður sigurvegari í unglingaflokki. Hún keppti í öllum greinum á mótinu og reið til úrslita í þeim öllum frábær árangur, í fimmgangi, fjórgangi, tölti, slaktaumatölti og verðlaunasæti í fimi, gæðingaskeiði og 100m skeiði sannarlega góður toppur á frábæru ári hjá Söru Dís.

Kolbrún Sif komst einnig í úrslit í fimmgangi á Styrk og var í B úrslitum í slaktaumatölti á Byl og Fanndís Helgadóttir reið til úrslita í slaktaumatölti á Ötli og var í B úrslitum í fimmgangi á Sprota.

Katla Sif Snorradóttir gerði líka gott mót á Íslandsmóti ungmenna þar sem hún komst í úrslit í fimmgangi, fjórgangi, tölti og slaktaumatölti.

Ingibergur Árnason var á árinu iðinn við kolann í skeiðgreinum með Flótta og Sólveigu og var meðal annars í úrslitasætum á Metamóti Spretts.

Á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum áttum við einn fulltrúa í íslenska landsliðinu, það var hún Hanna Rún Ingibergsdóttir sem reið til úrslita í B-flokki gæðinga á Leist.

Það var því ýmislegt í gangi hjá okkar fólki nú síðsumars eins og sést.

Listi yfir helstu afrek okkar fólks á nokkrum síðsumarsmótum ársins sést hér að neðan.

Við Sörlamenn erum að sjálfssögðu stolt og glöð þegar okkar fólk stendur sig vel og gerir sig gildandi á mótum víðs vegar um land.

Við viljum því á komandi tímabili sem hefst að ný á nýju ári biðla til þeirra sem eru á ferðinni og taka þátt í mótum víðsvegar að senda okkur skilaboð á sorli@sorli.is og við viljum endilega fylgja því eftir og birta á miðlum okkar til gagns og gamans fyrir félagsmenn sem vilja fylgjast með sínu fólki.

Nú líður svo að því að knapar félagsins sem hafa staðið í ströngu í mótahaldinu þurfi að fara að taka saman árangur sinn á árinu og skila inn til útreikninga á knöpum ársins.

Metamót Spretts

150 m skeið
Ingibergur Árnason 3. sæti á Flótta frá Meiri Tungu

250 m skeið
Ingibergur Árnason 2. sæti á Sólveigu frá Kirkjubæ

B-flokkur Opinn flokkur
Anna Björk Ólafsdóttir 5. sæti á Flugari frá Morastöðum

B-flokkur Áhugamanna
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir 1. sæti á Gutta frá Brautarholti
A-flokkur Áhugamanna
Sigurður Markússon 2. sæti á Muggu frá Litla-Dal
Kristín Ingólfsdóttir í 4. sæti á Tónn frá Breiðholti

Gæðingaveisla Sörla

B-flokkur
Anna Björk Ólafsdóttir 1. sæti á Flugari frá Morastöðum.
Adólf Snæbjörnsson 3. sæti á Friðdísi frá Jórvík
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir 4. sæti á Gutta frá Brautarholti

A-flokkur
Sindri Sigurðsson í 3. sæti á Gleymmérey frá Flagbjarnarholti
Sara Dís Snorradóttir í 4. sæti á Engli frá Ytri-Bægisá
Addi Snæbjörns í 5. sæti Árvakri frá Dallandi
Alexander Ágústsson 7. sæti á Hrolli frá Votmúla

Áhugamannaflokkur
Kristín Ingólfsdóttir 2. sæti Ásvar frá Hamrahóli
Bertha María Waagfjörd 4. sæti á Nótt frá Miklaholti
Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir í 7. sæti á Nínu frá Áslandi
Bjarni Sigurðsson í 8. sæti á Fermingu frá Hvoli

Unglingaflokkur
Kolbrún Sif Sindradóttrir1. sæti á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum
Júlía Björg Gabaj Knudsen 7. sæti á Svölu frá Oddsstöðum

Ungmennaflokkur
Sunna Þuríður Sölvadóttir 1. sæti á Hergil frá Þjóðólfshaga

Barnaflokkur
Árný Sara Hinriksdóttir 6. sæti á Rimmu frá Miðhjáleigu

100 m skeið
Adólf Snæbjörnsson 1. sæti á Magneu frá Staðartungu
Sara Dís Snorradóttir 2. sæti á Djarfur frá Litla-Hofi
Stefnir Guðmundsson 5. sæti á Bjarkari frá Blesastöðum

Gæðingatölt
Áhugamannaflokkur

Berta María Waagfjörð 4. sæti á Nótt frá Miklaholti
Sigurbjörg Jónsdóttir í 5. sæti á Alsæl frá Varmalandi
Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir í 7. sæti á Nínu frá Áslandi

Opinn flokkur
Adólf Snæbjörnsson 3. sæti á Dís frá Bjarkarey
Hinrik Þór Sigurðsson 4. sæti á Maístjörnu frá Silfurmýri

Íslandsmót barna og unglinga

Fimmgangur
Sara Dís Snorradóttir í 5. sæti á Engli frá Ytri-Bægisá
Kolbrún Sif Sindradóttir í 6. sæti á Styrk frá Skagaströnd
Fanndís Helgadóttir 9. sæti á Sprota frá Vesturkoti

Fjórgangur
Sara Dís Snorradóttir í 3. sæti á Bálki frá Dýrfinnustöðum

Tölt
Sara Dís Snorradóttir í 3. sæti á Bálki frá Dýrfinnustöðum

Fimi
Sara Dís Snorradóttir í 3. sæti á Bálki frá Dýrfinnustöðum

Slaktauma tölt
Fanndís Helgadóttir í 4. sæti á Ötli frá Narfastöðum
Sara Dís Snorrasóttir í 6. sæti á Eldey frá Hafnarfirði
Kolbrún Sif Sindradóttir í 8. sæti á Byl frá Kirkjubæ

Gæðingaskeið
Sara Dís Snorrasóttir í 2. sæti á Djarfi frá Litla-Hofi

100m skeið
Sara Dís Snorrasóttir í 4. sæti á Djarfi frá Litla-Hofi

Sara Dís Snorradóttir Íslandsmeistari - Samanlagður sigurvegari í unglingaflokki

Opið gæðingamót á Flúðum

Áhugamannaflokkur
A flokkur

Hafdís Arna Sigurðardóttir 4. sæti á Þór frá Minni-Völlum

Áhugamannaflokkur
B flokkur
Bertha María Waagfjörð í 2. sæti á Nótt frá Miklaholti

Unglingaflokkur gæðinga
Sara Dís Snorrasóttir í 3. sæti á Gutta frá Brautarholti

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna

Fimmgangur
Katla Sif Snorradóttir 4. sæti á Gimsteini frá Víðinesi 1

Fjórgangur
Katla Sif Snorradóttir 4. sæti á Bálki Frá Dýrfinnustöðum

Tölt
Katla Sif Snorradóttir 5. sæti á Bálki frá Dýrfinnustöðum

Slaktauma tölt
Katla Sif Snorradóttir 5. sæti á Eldey frá Hafnarfirði

Áhugamannamót Íslands

Fimmgangur
Alexander Ágústsson 1. sæti á Hrolli frá Votmúla
Kristín Ingólfsdóttir 3. sæti á Tón frá Breiðholti

Fjórgangur
Kristín Ingólfsdóttir 1. sæti á Ásvari frá Hamrahóli

Tölt
Kristín Ingólfsdóttir 3. Sæti á Ásvari frá Hamrahóli

Norðurlandamót á Álandseyjum

B flokkur
Hanna Rún Ingibergsdóttir 7. sæti á Leisti frá Toftinge.