Gráhelluhraun stígatengingar Tillögur

Vinsamlega kynnið ykkur vel 

Nú hefur starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar sent Sörla til umsagnar drög að tillögu starfshópsins, sem mynda mun grunn að nýju deiliskipulagi í Gráhelluhrauni. Eins og margir muna var félagið afar ósátt við þau áform sem voru í gangi vegna skörunar göngustíga og reiðstíga á svæðinu. Í stuttu máli þá má segja að stjórn félagsins lítist mjög vel á tillögur starfshópsins og virðist hafa verið tekið mikið tillit til óska félagsins og félagsmanna um öruggi og skilning á þörfum þeirra sem um svæðið fara. Ber að þakka starfshópnum fyrir vel unnin störf. Formaður starfshópsins var Helga Ingólfsdóttir og með hópnum starfaði einnig Stefán Már Gunnlaugsson, Sörlamaður. Þökkum við hópnum fyrir þeirra skilning og góðu vinnu.

Tillögur starfshópsins verða kynntar á fundi á Sörlastöðum 22.02 kl. 20:00. Allir velkomnir.

Fram að því eru félagsmenn hvattir til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir á sorli@sorli.is.

Atli Már Ingólfsson,
formaður Sörla