Grímuleikar Æskulýðsnefndar Sörla

Það verður gaman 

Grímuleikar Sörla verða haldnir í reiðhöllinni á Sörlastöðum, sunnudaginn 3. mars nk.

Leikar hefjast kl 17:00 með Pollum.

Flokkar í boði:
Pollaflokkur (teymdir og óteymdir)
Barnaflokkur 10-13 ára
Unglingaflokkur 14-17 ára
18 ár og eldri

Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi:
Best skreytti hesturinn
Frumlegasti búningurinn
Fyndnasti búningurinn
Hrikalegasti búningurinn
Krúttlegasti búningurinn
Grímutöltarinn (dæmt eftir gangtegund)

Skráning á Grímuleikana fer fram með því að svara eftirfarandi spurningum og senda á aeskulydsnefnd@sorli.is

Yfirskrift: Grímuleikar

Nafn knapa?
Aldur knapa?
Flokkur knapa?
Nafn hests og uppruni?
Gerfi knapa?

Nánari upplýsingar, ráslistar ofl. birtast á sorli.is