Grímuleikar Sörla verða haldnir í reiðhöllinni á Sörlastöðum, föstudaginn 14. mars nk.
Síðasti skráningadagur er á fimmtudaginn 13. mars kl 18:00.
Leikar hefjast kl 17:00 með Pollum.
Flokkar í boði:
Pollaflokkur (teymdir og óteymdir)
Barnaflokkur 10-13 ára
Unglingaflokkur 14-17 ára
18 ár og eldri
Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi:
Best skreytti hesturinn
Frumlegasti búningurinn
Fyndnasti búningurinn
Hrikalegasti búningurinn
Krúttlegasti búningurinn
Grímutöltarinn (dæmt eftir gangtegund)
Skráning á Grímuleikana fer fram með því að svara eftirfarandi spurningum og senda á aeskulydsnefnd@sorli.is
Yfirskrift: Grímuleikar
Nafn knapa?
Aldur knapa?
Flokkur knapa?
Nafn hests og uppruni?
Gerfi knapa?
Nánari upplýsingar, ráslistar ofl. birtast á sorli.is
Æskulýðsnefnd hvetur keppendur til að nota hugmyndaflugið og láta sköpunargleðina ráða för í búningahönnun fyrir Grímuleikana.
Búninga dómari Grímuleika í ár er sótt í efstu hillu í búninga bransanum.
Um er að ræða Karen Briem sem er einn allra bestu búninga hönnuður landsins.