Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla 12.-15. maí - Ýmsar upplýsingar

Íþróttamót Sörla 

Ágætu knapar á Hafnarfjarðarmóti Sörla hér koma gagnlegar upplýsingar fyrir keppendur.

Inn á viðburðinn á Facebook má setja athugasemdir á meðan á móti stendur, undir ,,Discussions“ á síðu mótsins á Facebook, afskráningar mega ekki koma þar eingöngu á motanefnd@sorli.is

Hér má finna lög og reglur LH um íþróttakeppni.

Dagskrá hefst kl. 16.00 á fimmtudag með keppni í fimmgangi.

Knapar fylgist með á FB hugsanlegum dagsskrárbreytingum í Kappa.

Útvarpað verður á mótinu  á FM 106,1

Knapar gæti að því að mæta á réttum tíma í safnhring. Gefi sig fram við fótaskoðunarmenn.

Í forkeppni þar sem keppt er í hollum (F2, V2, T3 og T4)  er innkoma á völl til hægri, nær dómurum. Sjá bláu línu á korti.

Knapar skulu ríða út af velli nær áhorfendasvæði, sjá rauðu línu.

Knapar í hollum sem hafa lokið keppni skulu veita knöpum í næsta holli forgang við innkomu á völlinn.

Í forkeppni þar sem knapar eru einir á velli (V1,T1) ráða knapar innkomu á völlinn. Í meistarflokki hafa val um leið inn og út af velli.

Hringvelli verður lokað í öllum greinum barnaflokks og í slaktaumatölti.

Æfingar eru bannaðar á keppnisvelli í dagskrá hléum.

Í gæðingaskeiði og 100 m skeiði er ferjuleið sýnd með grænu á kortinu. Að loknum fyrri spretti skulu knapar fara eftir ferjuleið til þess að vera tilbúnir í seinni sprett.

Afskráningar skulu beras á netfangið motanefnd@sorli.is

Afskáningar í úrslitakeppni skulu berast a.m.k. klukkustund áður en B úrslit fara fram í viðkomandi grein.

Sími hjá yfirdómara, Þóri Erni Grétarssyni er 897 7654.

Símar hjá mótstjórn eru 777 3426 (Aníta) og 846 2810 (Elvar).

Sími hjá mótsstjóra, Sigga Ævars er 898 3031.

Sími hjá fulltrúa knapa, Sindra Sigurðssyni er 862 3512.

Gangi ykkur vel,
Mótanefnd