Áfram halda ungu keppendurnir okkar að standa sig með sóma.
Annað mót í Blue lagoon mótaröðinni var haldið í gærkvöldi og keppt var í fimmgangi.
Nokkrir Sörlafélagar gerðu sér ferð í Kópavoginn og eru þau eftirfarandi:
Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir, Elísabet Benediktsdóttir, Erla Rán Róbertsdóttir, Hjördís Antonía Andradóttir, Júlía Björg Gabaj Knudsen, Sara Dís Snorradóttir, Tristan Logi Lavender og Ögn H. Kristín Guðmundsdóttir
Í fimmgangi F3 í barnaflokki gerði Hjördís Antonía sér lítið fyrir og sigraði á hryssunni Auðnu frá Húsafelli 2. Er það önnur greininn í deildinni sem Hjördís sigrar en hún stóð einnig sem sigurvegar í fjórgangi V5.
Sörlafélaginn hún Ögn h. Kristín mætti með hestinn sinn Speking frá Litlu-hlíð í Fimmgang F3 í unglingaflokki og enduðu þau í 6. sæti í úrslitum.
Í fimmgangi F2 í ungingaflokki mætti Erla Rán Róbertsdóttir tilbúinn í slaginn með hestinn Greip frá Haukadal 2 eftir forkeppni stóð hún jöfn í 3-4. sæti en gerði gott um betur í úrslitum og nældu þaus ér í 2. sætið með einkunina 6.31. Flottur árangur hjá þeim félögum
Eftir feikna sterka keppni í Fimmgangi F2 í ungmennaflokki stóð Sara Dís Snorradóttir og Taktur frá Hrísdal efst með einkunina 6.40 eftir forkeppni og aðrir Sörlafélagar voru rétt fyrir utan úrslit. Í úrslitum voru feikna góðar sýningar, Sara Dís og Taktur héldu þó sýnu sæti og lönduðu sigri með einkunina 6.71 eftir einstaklega góðar sýningar á feti og skeiði.
Það verður gaman að fylgjast áfram með þessari sterku deild og þeim Sörlafélögum sem mæta með hesta sína og taka þátt í henni.
Ásta Kara
yfirþjálfari Sörla