Íslandsmót ungmenna og fullorðinna

Var haldið í Víðidal 25.-28. júlí 

Ingibergur og Sólveig frá Kirkjubæ

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna fór fram í Víðidal dagana 25. – 28. júlí.

Til að öðlast keppnisrétt á Íslandsmóti þurfa keppendur að ná lágmarseinkunn í hverri grein. Þeir Sörlafélagar sem kepptu í Víðidalnum stóðu sig með prýði en einna best gekk hjá þeim í fimmgangi og skeiði.

Í ungmennaflokki var einungis einn keppandi frá Sörla, Sara Dís Snorradóttir. Hún keppti í 6 greinum á mótinu. Bestum árangri náði hún í 100 m flugskeiði P2 á Djarfi frá Litla-Hofi en þau lönduðu 7. sæti með glæsibrag á tímanum 7,93.

Í fullorðinsflokki voru þau þrjú sem kepptu fyrir hönd Sörla.

Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ náðu frábærum árangri og enduðu í 2. sæti í 100 m flugskeiði P2 á 7,33. Ingibergur og Sólveig urðu einnig í 8. sæti í 250 m skeiði P1 á 22,73. Ingibergur og Flótti frá Meiritungu lönduðu svo 7. sætinu í 150 m skeiði P3 á 14,48.

Ylfa Guðrún Svafarsdóttir tók þátt í nokkrum greinum en bestum árangri á mótinu náði hún í 100 m. flugskeiði P2 á Straumi frá Hríshóli 1 og enduðu þau í 7. sæti á tímanum 7,44.

Snorri Dal og Gimsteinn frá Víðinesi 1 tóku þátt í Fimmgangi F1 og náðu einnig góðum árangri. Þeir kom inn í B-úrslit í 9. sæti en enduðu í því 11 með einkunina 6,74.

Innilega til hamingju öll!

Áfram Sörli.