Á sunnudaginn þann 15. desember verður haldið Kaldárhlaup í tíunda skipti í tengslum við Hátíð Hamarskotslækjar.
Þetta er 10 km. utanvegahlaup frá Kaldárseli niður í miðbæ. Til að tryggja öryggi hlaupara hefur verið sótt um lokun á Kaldárselsvegi frá kl.13:00. Lokunin stendur yfir í rúml. hálftíma, en þá ættu allir hlauparar að vera komnir framhjá ykkar fyrirtækjum. Brautarvörður er við lokun á veginum þennan tíma. Þ.e. Brautarvörður hægir á umferð til að gæta að öryggi hlaupara.
Hátíð Hamarskotslækjar er menningarhátíð til heiðurs Jóhannesi J. Reykdal sem stofnar árið 1904 við Hamarskotslæk í Hafnarfirði fyrstu almennningsrafveitu landsins með því að kveikja ljós í 16 húsum 12.desember það ár. Í ár eru 150 ár frá því að Jóhannes J. Reykdal fæddist og 120 ár frá stofnun fyrstu almenningsrafveitu landsins. Þann 14.12. verður haldinn í Hafnarborg fyrirlestur og kvikmyndasýning kl.15.00 um Jóhannes J. Reykdal. Allir velkomnir.
Kaldárhlaup hefst klukkan 13.00 sunnudaginn 15.12. Verðlaunaafhending á sviði Jólaþorpsins kl. 14.15. Yfirlit er yfir hlaupið á vefsíðunni hlaup.is. hlaupadagskrá.
Vinsamlega takið tillit til hlauparanna, og ef þið eigið möguleika á því, þá er hvatning alltaf vel þegin.
Með vinsemd og virðingu,
f.h. Hátíðar Hamarskotslækjar
Steinunn Guðnadóttir
s. 8964071