Kvennadeild - Kvennakvöld í kvöld

Gaman saman 

Æfinga-, skemmti- og veitingakvöld verður í kvöld föstudagskvöldið 12. mars á milli kl 19:00 - 23:00

Stebba sér um veitingarnar fyrir okkur, hún þekkir okkur og veit hvað við viljum ;-)

Ásta Kara stýrir æfingunum af einstakri snilld - það er orðið fullt á æfingarnar og kominn biðlisti.

Sörlakonur mætum og höfum gaman saman, nú mega 50 konur vera í sama rými, við sprittum okkur inn og út og gætum þess að sóttvarnareglum verði framfylgt eftir því sem við á, grímuskylda er á Sörlastöðum nema ekki í reiðsalnum, þar er auðvelt að halda tveggja metra reglunni.

Þið konur sem eruð virkar í starfinu endilega hvetjið aðrar konur á öllum aldri til að koma með ykkur og taka þátt í þessum skemmtilega félagsskap.

Áfram Sörlakonur