Kvennadeildin - Æfingar fyrir opnunarhátið nýrrar reiðhallar Sörla :-)

Þá er komið að því 

Ákveðið hefur verið að og breyta kvennakvöldum Kvennadeildar í æfinga-, skemmti- og veitingakvöld. Stebba sér um veitingarnar fyrir okkur, hún þekkir okkur og veit hvað við viljum ;-)

Við ætlum að vera annan hvern föstudag á Sörlastöðum á milli 20:00-23:00 og eiga glaðar stundir saman. 12. febrúar, 26. februar, 12. mars, 26. mars, 9. apríl og 23. apríl.

Hægt verður að taka þátt á tvennan hátt:

  • Annars vegar verður boðið upp á að taka þátt í léttum 40 mínútna töltæfingum þar sem konunum er skipt upp í fjóra hópa þar sem að sex konur eru í hverjum hóp. Þessar æfingar verða léttar og liðkandi töltæfingar þar sem æft verður að ríða slöngur og eitthvað fleira töff. Þetta verða 6 skipti og kosta 20.000 kr á þessar æfingar.
  • Hins vegar ætlum við að vera með veitingar og hitting í Sörlasalnum á þessum föstudagskvöldum þar sem að sóttvarnir verða auðvitað í hávegum hafðar. Þannig geta allar konur tekið þátt, hvort sem að þær vilja mæta með hest eða ekki. Konur sem mæta í tíma geta komið fyrir og eftir tíma í salinn, geymt hestinn sinn í hesthúsinu niðri ef þær óska þess. Hinar mæta þegar þeim hentar. Þetta er tilvalinn vettvangur til að hittast og hafa gaman saman hvort sem þær vilja taka þátt á hesti eða ekki.

Markmiðið er að æfa fyrir opnunaratriðið í nýju reiðhöllinni sem Atli formaður talaði svo fjálglega um á árshátíðinni. Hann sagði hana 95% tilbúna á nýliðinni árshátíð Sörla. Við búumst því við að opnunaratriðið verði að vera klárt sem fyrst. Sömuleiðis er þetta tilvalin leið til að þjálfa fyrir Kvennatöltið sem gaman væri að Sörlakonur færu saman á.

Ásta Kara ætlar að stýra þessum æfingum.

Okkur langar að biða allar konur, á öllum aldri, að taka þátt. Okkur vantar klárlega í klappliðið líka og svo eru Sörlakonur svo sjúklega skemmtilegar að við erum alveg vissar um að úr verður skemmtilegur félagsskapur með skemmtilegum hugmyndum sem þróast inn í starfið.

Eins og áður sagði, þá verður sóttvarnarreglum framfylgt eftir því sem við á.

Þær konur sem ekki mæta með hest greiða bara veitingar þegar þær mæta.

Stefnum á að fyrsta kvöldið verði 12.febrúar n.k. og ætlar Stebba þá að bjóða upp á súpu og drykki gegn vægu verði (við vonum að það sé verið að fara að létta á sóttvarnarlögunum).

30 konur eru skráðar - búið að bæta við einum hóp.

ÞAÐ ER ORÐIÐ FULLT EN HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á BIÐLISTA

Æfingarnar byrja 12. febrúar. Þið konur sem viljið taka þátt í léttu töltæfingunum skráið ykkur HÉR