Kvennadeildin - Töltæfingar

Æfingarnar halda áfram 

9. febrúar næstkomandi þá hefjast aftur Kvennatöltsæfingarnar sem margar konur hafa beðið spenntar eftir.

Við ætlum að vera annan hvern föstudag á Sörlastöðum á milli 18:00-23:10 og eiga glaðar stundir saman.

Æfingarnar verða 9. feb, 23. feb, 8. mars, 22. mars, 5. apríl og 19. apríl.
6 æfingar - Verð 20.000 kr.

Þær sem vilja bæta við æfingum í maí - 3. maí og 17. maí eins og sumar vildu gera í fyrra, en þá verður Stebbukaffi lokað.
8 æfingar - Verð 26.700 kr.

Ásta Kara stýrir þessum æfingum.

Hægt verður að taka þátt á tvennan hátt:

  • Annars vegar verður boðið upp á að taka þátt í léttum 40 mínútna töltæfingum  þar sem konunum er skipt upp í hópa þar sem að sex konur eru í hverjum hóp. Þessar æfingar verða léttar og liðkandi töltæfingar þar sem æft verður að ríða slöngur og eitthvað fleira töff.

  • Hins vegar ætlum við að vera með veitingar og hitting í Sörlasalnum á þessum föstudagskvöldum. Þannig geta allar konur tekið þátt, hvort sem að þær vilja mæta með hest eða ekki. Konur sem mæta í tíma geta komið fyrir og eftir tíma í salinn, geymt hestinn sinn í hesthúsinu niðri ef þær óska þess. Hinar mæta þegar þeim hentar. Þetta er tilvalinn vettvangur til að hittast og hafa gaman saman hvort sem þær vilja taka þátt á hesti eða ekki.

Okkur langar að biða allar konur, á öllum aldri, að taka þátt, alls ekki bara þeim sem hafa tekið þátt síðastliðna tvo vetur. Því Sörlakonur er svo sjúklega skemmtilegar að við erum alveg vissar um að úr verður skemmtilegur félagsskapur með skemmtilegum hugmyndum sem þróast inn í starfið.

Þær konur sem ekki mæta með hest greiða bara veitingar þegar þær mæta.

Hámarksfjöldi er 48 konur.

Búið er að opna fyrir skráningu.

Skráð verður á námskeiðið í gegnum Sportabler kerfið, þeir sem ætla að skrá sig verða að stofna eigin Sportabler aðgang.

Hægt er að skipa greiðslum í kerfinu.

Til að stofna aðgang þá:
https://sportabler.com/shop/sorli/

Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli veljið námskeiðið og gangið frá skráningu.