Kynning á fjölskylduferð Sörla á Skógarhóla 26.- 28. maí

Á Þingvöllum 

Kynningin fer fram á Sörlastöðum 3. maí klukkan 20.00 þar sem farið verður yfir fyrirkomulag ferðarinnar.

Ferðirnar sem hafa verið farnar síðastliðin ár hafa heppnast sérstaklega vel, við höfum alltaf fengið gott veður og allir skemmt sér vel.

Farið er á föstudegi til sunnudags og gist á Skógarhólum, bæði menn og hross.

Þeir krakkar sem hafa áhuga að á að fara skrá sig á fundinum, þar verður líka tekið niður hverjum vantar far fyrir hrossin sín á Skógarhóla og stefnt er á að sameinast í kerrur eða fá sameiginlegan flutning fyrir hrossin.

Vonandi sjáum við sem flesta á kynningunni.

Kveðja,
Æskulýðsnefnd