Helgin 30. nóvember - 1. des 2024 verður sannkölluð menntahelgi í reiðhöllinni í Víðidal. Á laugardeginum munu A-landsliðknaparnir okkar vera með kennslusýningar og á sunnudeginum verða tvær stórglæsilegar sýningar þar sem annarsvegar munu koma fram knapar í U21 landsliðinu og hinsvegar knapar í hæfileikamótun LH.
Hvetjum við alla Sörlafélaga til mæta og þá sérstaklega alla krakkana okkar. Þetta verður gífurlega áhugvert og lærdómsríkt og alveg frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestakrakka að kynnast aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína og skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar.
Föstudagskvöldið 29. nóv mun verður upphitun fyrir helgina, en þá mun fara fram PubQuiz í reiðhöllinni í Víðidal sem enginn hestamaður vill missa af.