Losun á ónýtu heyi í skógræktarreitum

Sóðar á ferð 

Félaginu barst ábending um ítrekaða losun á ónýtu heyi í skógræktarreit Rimmugýgjar en hann er við gamla Kaldárselsveginn.

Umsjónarmaður svæðisins hefur fjórum sinnum þurft að fjarlægja töluvert magn af mygluðu heyi úr heyrúllum sem hefur verið losað inn á svæðið þeirra.

Hestamenn á félagssvæði Sörla er vinsamlegast beðnir um að hætta allri losun á ónýtu heyi í skógræktarreitum í upplandi Hafnarfjarðar.

Þeir sem þurfa að henda heyi geta farið í Sorpu með 2 rúmmetra endurgjaldslaust, ef það þarf að henda meira magni er hægt að fara í Bolöldu eða í Gæðamold í Grafarvogi, en það þarf að hafa samand áður en farið er af stað.

Þetta er ólýðandi framkoma ekki værum við hestamenn og hesthúsahúseigendur sátt við það ef einstaklingar kæmu með múrbrot eftir framkvæmdir eða drasl úr geymslum sínum og losaði í hverfið okkar.