Meistaradeild ungmenna - Fimmgangur

Á Ingólfshvoli 

Sara Dís og hestur hennar Kvisur frá Reykjavöllum

Keppt var í Fimmgangi F1 í meistaradeild ungmenna og  topreiter um liðna helgi.

Af þeim 10 Sörlafélögum sem kepptu voru 2 í A-úrslitum. Það voru þær Sara Dís Snorradóttir og Fanndís Helgadóttir en þær mætu sprækar með hesta sína á Ingólfshvol. Sara Dís Snorradóttir lenti í 2. sæti með hann Kvist frá Reykjavöllum með einkunina 6.88 og Fanndís Helgadóttir lenti í 5. sæti með hest sinn hann Sprota frá Vesturkoti með einkunina 6.40.

Skammt frá B-úrslitum voru svo Tristan Logi Lavender með hryssuna Eyrúnu frá Litlu-Brekku og Sigurður Dagur Eyjólfsson með hestinn Þór frá Meðalfelli.

Gaman er að fylgjast með okkar flottu knöpum gera góða hluti með hesta sína.

Efstu fimm í fimmgangi ungmenna