Meistaradeils Líflands 2023 - Fimmgangur

Í hestaíþróttum 

Næstkomandi föstudag 3. mars verður stemnig á Sörlastöðum, félagsmönnum gefst kostur á að koma og horfa á Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, keppt verður í fimmgangi í Horseday höllinni​ og einnig verða Töltskvísuæfingar allt kvöldið, þannig að það stefnir í líflegt kvöld.

Stebbukaffi verður opið og Stebba bíður upp á dýrindis súpu og aðrar veitingar.

Húsið opnar kl 18:00

Hvetjum við alla til að koma horfa og eiga góða stund saman.