Búið er að laga ljósastaurana í Hlíðarþúfum. Komin er aftur lýsing á Kaldárselsveginn en það á eftir að setja nýjan staur í staðinn fyrir þann sem var keyrður niður og skapaði ljósleysið á veginum.
Enn er eitthvað bilað og er bilanaleit í gangi í efra hverfinu. Það tengist aflaust eitthvað lagnafærslum sem farið var í í sumar vegna framkvæmda við nýju reiðhöllina. Það á einnig við um vallarsvæðið okkar, en takmörkuð lýsing er þar. Vonandi finnst bilunin sem fyrst þannig að hægt sé að ráðast í viðgerðir.
Strengurinn frá Sörlastöðum og út í dómpall hefur eitthvað skaddast í öllum framkvæmdunum og því eru ljósastaurarnir í hvítagerðinu og hringgerðinu ljóslausir, unnið er að viðgerðum.
Farið verður í viðgerðir á ljóslausum staurum á Skógarghring fljótlega.
Við vitum að ástandið er hvimleitt en biðjum alla knapa um að fara varlega.