Niðurstöður úr forkeppni í Ungmennaflokk, A og B flokk

Ungmenni, A og B flokkur 

Þá er rykið að setjast eftir svakalegan dag á Landsmóti.

Þrír flokkar voru keyrðir í gegn, B-flokkur, Ungmennaflokkur og A-flokkur.

Þetta þýðir að nálægt 300 hestar þreyttu forkeppni í dag, fimm atriði dæmd á hvern hest í öllum þessum flokkum. Dómarar þurftu því að dæma tæplega 1500 atriði í dag og setja einkunn á hvert og eitt.

Það er alvöru djobb maður.

En að efninu, við Sörlamenn áttum flottan dag í heildina þó einhverjir hafi vissulega örugglega viljað meira.

En árangurinn hjá okkar félagi í dag var ljómandi góður.

Byrjum á B-flokki, þar eigum við fjóra fulltrúa sem komust áfram í milliriðil.

Ísak frá Þjórsárbakka og Teitur eru í 6 sætinu með 8,74.

Adrían og Danni í því 8. með 8,72.

Gutti og Snorri Dal fóru í 8,59 í 22. sætið

Þinur og Ástríður eru í því 25. með 8,57.

Í ungmennaflokki er Katla Sif í 6 sæti með 8,58 eftir sterka frammistöðu.

Dagurinn endaði svo á A-flokki gæðinga sem var algjör veisla, en endaði á smá dramatík fyrir okkur Sörlamenn þar sem Stólpi frá Ási datt út úr milliriðli þegar einkunnir í lokahollinu voru birtar og endar því í 31. sætinu.

En við eigum samt ennþá þrjá fulltrúa í milliriðli og það eru:

Goði og Daníel sem eru í þriðja sætinu með 8,81

Glampi og Daníel eru svo í því áttunda með 8,69, mikið stuð á Danna í dag.

Engill og Snorri eru svo í því þrítugasta með 8,53.

Smá Hafnarfjarðartölfræði frá stoltum Sörlverja:

Við eigum fulltrúa í milliriðlum allra flokka gæðingakeppninnar.

Þetta eru 5 flokkar, Börn, Unglingar, Ungmenni, A-flokkur og B-flokkur.

Í milliriðil fara 30 bestu hestar úr hverjum flokki og það gerir 150 hestar sem fara í milliriðil.

Hestamannafélagið Sörli á 15 hesta í milliriðlum sem gerir einfaldlega 10% af öllum hestum sem sýndir verða í milliriðlum Landsmótsins.

Þar fyrir utan erum við með hest númer 31 í tveimur flokkum.

Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst það vera helvíti flott hjá okkar félagi.

Geggjaðir fyrstu tveir dagar.

Á morgun hefst dagurinn á milliriðli í barnaflokki klukkan 9:00

Maríanna og Dögg er númer 6 í rásröð.

Una Björt og Agla eru númer 18 í rásröð

Kristín Birta og Amor eru númer 28

Unglingaflokkurinn er svo klukkan 12:30

Júlía BJörg og Póstur eru númer 13 í rásröðinni

Fanndís og Ötull númer 17

Sara Dís og Bálkur númer 18

Kolbrún Sif og Kolfinnur númer 28

Seinnipartinn er svo forkeppni í fimmgangi F1 og þar eru Sörlafélagarnir Hanna Rún og Júní númer 15 í rásröðinni.

Frá sjónarhorni okkar sem erum þjálfarar eða keppendur niðri á svæði er alveg ómetanlegt og hrikalega gaman að heyra í Sörlafólkinu í brekkunni því þið látið svo sannarlega í ykkur heyra og það gefur heilmikið.

Sjáumst í brekkunni 🙂