Það var frábær stemning á Nýhestamóti Sörla sem haldið var þriðjudagskvöldið 8. apríl. Þátttakan var góð – 27 keppendur mættu með sína efnilegu hesta og sýndu á sér og þeim frábærar hliðar í tölti á beinni braut.
Mótið er sérlega skemmtilegt fyrir þá sem eru að koma fram á keppnisbrautina með hesta, oftar en ekki unga og efnilega, sem ekki hafa áður hlotið verðlaun – og það sást svo sannarlega að spennandi tímar eru framundan! 👏
🧒 21 árs og yngri – 10 keppendur
Ungir og efnilegir knapar stigu fram með glæsilega hesta og var hörð barátta um efstu sætin!
🥇 1. sæti – Júlía Björg Gabaj Knudsen, Gylfi frá Grímarstöðum
🥈 2. sæti – Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Sindri frá Kálfsstöðum
🥉 3. sæti – Helga Rakel Sigurðardóttir, Viðar frá Melbakka
🏅 4. sæti – Árný Sara Hinriksdóttir, Arfur frá Eystra-Fróðholti
🏅 5. sæti – Helgi Haraldsson, Gleði frá Strönd II
👩 Konur – 4 keppendur
Flottar og öflugum konur á mjög svo efnilegum hestum – við hefðum viljað sjá fleiri konur á vellinum - þarna er mikið tækifæri fyrir konur.
🥇 1. sæti – Ylfa Guðrún Svafasdóttir, H-Skjóni frá Kópavogi
🥈 2. sæti – Sigurbjörg Jónsdóttir, Snotra frá Litla-Dal
🥉 3. sæti – Aníta Rós Róbertsdóttir, Brekka frá Litlu-Brekku
🏅 4. sæti – Neel Lovendahl, Frami frá Kolkuósi
👨 Karlar – 13 keppendur
Hressir herrar létu ekki sitt eftir liggja og settu sannarlega kraft í keppnina!
🥇 1. sæti – Haraldur Haraldsson, Adrian frá Strönd II
🥈 2. sæti – Bjarni Sigurðsson, Heródes frá Hvoli
🥉 3. sæti – Sævar Leifsson, Nonni (Norðlingur) frá Dallandi
🏅 4. sæti – Smári Adolfsson, Fingur frá Kópavogi
🏅 5. sæti – Sigurður Emil Ævarsson, Gæfa frá Fagurhóli
Mótanefnd Sörla þökkum öllum keppendum, áhorfendum og sjálfboðaliðum fyrir skemmtilegt mót og jafnframt einstaka stemmingu. Það er ljóst að framtíðin er björt – bæði hvað varðar hross og knapa! 🌟
Takk fyrir komuna – og sjáumst fljótlega á næsta móti! 💙#sjóvámótaröðin #vetrarleikarIII
#sörli #nýhestamót #framtíðinertöltandi