Niðurstöður úr forkeppni vetrarleika III

Á Hraunhamarsvelli 

Þá er loksins komið að því að gefa út niðurstöður. Biðjumst við velvirðingar á töfunum. En það tók meiri tíma en áætlað var að yfirfara alla tölur frá dómara og innslátt til að tryggja réttleika einkunna. Svo óheppilega vildi til að það slæddust örfáar innsláttarvillur í fyrstu flokkana sem varð til þess að lifandi niðurstöður urðu ekki kórréttar. En mannleg mistök geta gerst og er búið að hafa samband við þá keppendur sem þessi mistök hafa áhrif á.

Hér má sjá niðurstöður úr forkeppni. Þær eru raðar upp eins og úrslit verða riðin á morgun.

Fimm eru í úrslitum. Ef knapar hafa komið tveimur hestum eða fleirum í úrslit velja þeir einn hest til að mæta í úrslit og senda val sitt á motanefnd@sorli.is. Einnig er mikilvægt ef knapar skrá sig úr úrslitum að þeir geri það eins fljótt og auðið er. Þetta er mikilvægt því aðrir keppendur sem eru fyrir utan úrslit hafa þá möguleika á að ríða úrslitin.

Nánari upplýsingar verða gefnar út um það hvernig úrslit verða riðin á hringvelli. Stay tuned ;-)