Nýhestamót Sörla 2022

Á Hraunhamarsvelli 

Þá er komið að þessu bráðskemmtilega móti sem haldið verður í Sörla fimmtudaginn 28. apríl.

Hér má sjá keppnisfyrirkomulagið á Nýhestamótinu:
* Hestur má ekki hafa unnið til verðlauna árið 2021 eða fyrr hvorki í Sörla né öðrum félögum.
* Hestur má hafa unnið til fyrstu verðlauna sinna á þessu ári.
* Keppt er í tölti á beinni braut eftir rásröð.
* Riðnar eru fjórar ferðir, eða tvisvar fram og tilbaka, þar sem sýnt er hægt tölt og fegurðartölt.
* Hæstu einkunnir úr báðum ferðum gilda.

Ef keppendur eru 20 eða færri skráðir í flokk skipar dómari 5 efstu hesta í sæti. Séu keppendur 21 eða fleiri skráðir í flokk velur dómari 10 efstu hesta sem ríða úrslit.
Að úrslitum loknum velur dómari 5 efstu hesta í sæti.

Þar sem þetta eru nýir hestar að koma fram á sjónarsviðið á keppnisbrautinni bjóðum við knöpum að senda okkur (sendist á: motanefnd@sorli.is) nánari upplýsingar um hestinn eins og t.d. hver er eigandi, ræktandi, ættir auk annarra skemmtilegra upplýsinga sem getur verið skemmtilegt að þulur segi frá.

Í boði verða eftirfarandi flokkar
- 21 árs og yngri
- Minna vanir karlar og konur
- Meira vanir karlar og konur

Skráningargjald er kr. 3000 kr.

Skráning í mótið fer fram miðvikudaginn 27. apríl á milli kl 19:00 – 21:00 í dómpalli.