Nýtt hesthús í smíðum

Við Fluguskeið 17 

Hafist er handa við byggingu nýs hesthúss við Fluguskeið 17, byggingaverktakinn er SG verk en annar eigandi þess er Sörlafélaginn Sigurður Sumarliði Sigurðsson en hann og kona hans Lilja Björnsdóttir eru að byggja nýtt hesthús fyrir sig og fjölskyldu sína. Hlakkar þau gríðarlega mikið til að bæta aðstöðu sína og festa sig í sessi í besta hverfi landsins með nýja og glæsilega reiðhöll í næsta húsi.

Verið er er að slá upp sökklum fyrir húsinu en þetta verður stálgrindarhús, klætt með yleiningum. Um leið og sökklarnir verða steyptir verða einnig steyptir niður staurar fyrir gerðið.

Húsið er 16 hesta og í því verður einnig hlaða, hnakkageymsla, spónageymsla og rúmgóð kaffistofa.

Það er mikill hugur í þeim og stefna þau á að taka inn í nýja hesthúsið í febrúar.

Vonandi ganga framkvæmdir hjá þeim vel, þannig að plön þeirra gangi eftir.