Opið fyrir skráningar á WR Hafnarfjarðarmeistaramótið – Eyktarmótið

Á Hraunhamarsvelli 

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á opna WR Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla, sem fram fer dagana 1. til 4. maí nk.

Skráning í greinar fer fram á vef Sportfengs og skráningarfrestur rennur út kl. 18.00 þann 29. apríl nk. Allar fyrirspurnir varðandi skráningu skulu berast skriflega á netfangið motanefnd@sorli.is.

⚠️ Athugið: Skráningar sem berast eftir að frestur rennur út, eða eru ógreiddar að þeim tíma, verða ekki teknar gildar.
📌 Mælt er með að ljúka skráningu tímanlega svo hægt sé að leysa úr mögulegum vandamálum áður en frestur rennur út.

Mikilvægar upplýsingar fyrir þátttakendur

  • Ef færri en 20 skráningar eru í flokk, verður einungis riðið A-úrslit.

  • Ef skráningum í flokk eru undir 8 fellur sá flokkur niður.

  • Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á réttri og tímalegri skráningu.

  • Mótið er World Ranking mót og því mikilvægt að þátttakendur kynni sér nýjustu útgáfu keppnisreglna. Sjá nánar á vef LH og FEIF.

Greinar og aldurs-/hæfniflokkar í boði

Töltgreinar

  • T1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur

  • T2 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur

  • T3 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. og 2. flokkur

  • T4 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. og 2. flokkur

  • T7 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 2. flokkur

Fjórgangs- og fimmgangsgreinar

  • V1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur

  • V2 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. og 2. flokkur

  • V5 – barnaflokkur

  • F1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur

  • F2 – meistaraflokkur, unglingaflokkur, 1. og 2. flokkur

Skeiðgreinar

  • P1 (250 m skeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur

  • P2 (100 m skeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, 1. og 2. flokkur

  • P3 (150 m skeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur

  • PP1 (gæðingaskeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, 1. og 2. flokkur

Skráningagjaldið er 8500 kr fyrir allar greinar nema í unglinga og barnaflokkum er gjaldið 7000 kr.

Fylgstu með á Facebook

Viðburðurinn er skráður á Facebook undir nafninu „WR Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla – Eyktarmótið 2025“. Þar er að finna ýmsar upplýsingar, svo það er um að gera að merkja við „mæti“ eða „interested“ til að fylgjast með öllum fréttum og uppfærslum.

Skipulag:

·         Framkvæmdastjóri Sörla: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir
·         Framkvæmdastjóri móts: Valka Jónsdóttir
·         Mótsstjóri: Inga Kristín Sigurgeirsdóttir
·         Vallarstjóri: Svafar Magnússon
·         Yfirdómari: Sigríður Pjétursdóttir

Glæsileg stemning á Eyktarmóti í Hafnarfirði

Aðstæður til keppni verða eins og best verður á kosið í í Hafnarfirði, þar sem frábær hestakostur og metnaðarfull umgjörð skapa einstaka stemningu. Mótið fer fram á Hraunhamarsvellinum, sem býður upp á fallegt umhverfi og vandaða aðstöðu fyrir keppendur og gesti í glæilegum veitingasal í nýrri  reiðhöll Sörla.

Öll eru þið  hjartanlega velkomin að koma og njóta glæsilegra sýninga í fjölbreyttum keppnisgreinum og flokkum – fyrir fólk á öllum aldri og með mismunandi reynslu. Þetta er sannkölluð veisla fyrir hestaáhugafólk!

Mótanefnd Sörla hlakkar til að taka á móti ykkur í Hafnarfirði og gera mótsdagana eftirminnilega.