Pollanámskeið jan-feb 2023 - á einhver eftir að ská pollann sinn?

Pollanámskeið 

Þá er komið að því að við ætlum að vera með Pollanámskeið fyrir 5-10 ára krakka, þetta er námskeið fyrir krakka sem geta komið á eigin hestum.

Námskeiðin verða á föstudögum, hver kennslustund verður 40 mín. Kennt verður 6. jan, 13. jan, 20. jan, 27. jan, 3. feb og 10. feb.

2 hópar verða kenndir, fyrri hópurinn kl 17:00 - 17:40 og seinni hópurinn kl 17:45 - 18:30

Á námskeiðinu verður kennd almenn undirstöðuatriði reiðmennsku og einnig verða skemmtilegar þrautir og jafnvægisæfingar.

Kennari verður Ásta Kara Sveinsdóttir en hún hefur kennsluréttindi frá Hólaskóla.

Athugið að allir nemendur þurfa að vera félagsmenn Hestamannafélagsins Sörla. Hægt er að skrá sig sem félagsmann með því að senda póst á sorli@sorli.is. Félagsgjald er frítt fyrir yngri en 18 ára.

Fyrstu 12 krakkarnir sem eru skráðir komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Námskeiðið kostar 18.000 kr

Opnað verður fyrir skáningu á mánudaginn 19. des kl 20:00

Skráð verður á námskeiðið í gegnum Sportabler kerfið, þeir sem ætla að skrá börnin sín verða að stofna eigin Sportfengs aðgang.

Þið byrjið á því að fara inn á:
https://sportabler.com/shop/sorli/

Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli veljið námskeiðið og gangið frá skráningu.