Reiðveganefnd óskar eftir sjálfboðaliðum

Málmleitartæki 

Eitthvað hefur borið á því að naglar, skrúfur og ofl. hafi fundist á reiðvegunum okkar eftir að nýja efnið var sett síðastliðið haust.

Við erum búin að fá lánuð tvö málmleitartæki til að skanna yfir vegina sem borið var í, þetta er töluverð vinna og því óskum við eftir aðstoð.

Við þurfum að skipuleggja þetta þannig að það fari tveir og tveir saman og gangi reiðvegina, því væri ekki verra ef að þeir sem hafa áhuga geti fengið vin eða vinkonu með sér.

Þeir sem geta aðstoðað vinsamlegast hafið samband við Gunnar í síma 898 1486

Reiðveganefnd
Sörla