Reiðmennskuæfingar

Nú byrjar ballið 

Reiðhöll Hestamannfélagsins Sörla
Á æfingu í Reiðhöllinni

Nú í september hefjast reiðmennskuæfingar hjá hestamannafélaginu Sörla af fullum krafti.

Um er að ræða skipulagða kennslu fyrir félagsmenn í hestamannafélaginu Sörla, sem nær yfir allt tímabilið, haustönn og vorönn.

Það opnar fyrir skráningu á mánudaginn 6.sept, eftir hádegi á æfingarnar fyrir yngri iðkendur félagsins, gegnum Sportabler kerfið og við hvetjum sem allra flesta til þess að nýta sér það að fá skipulagðar, einstaklingsmiðaðar æfingar í hestamennskunni alveg frá hausti og fram á vor.

Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:


https://sportabler.com/shop/sorli/


Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.

Frá miðjum október verður svo farið af stað með fullorðinshóp á sama hátt, sem verður í gangi fram á vorið, bæði bókleg og verkleg kennsla.

Skráningu er lokið og kominn biðlisti.

Reiðmennskuæfingar yngri flokka

  • Hefjast á fullu mánudaginn 20. september og haustönn stendur til 16. desember

  • Kynningarfundur fyrir skráða iðkendur og forráðamenn fimmtudaginn 16. september kl. 18:00 á Sörlastöðum

  • Æfingar eru að jafnaði tvisvar í viku, einn verklegur tími og einn bóklegur á meðan á bóklegum lotum stendur.

  • Upphaf haustannarinnar er bóklegur og verkleg kennsla hefst 4. október.

  • Verkleg kennsla fer fram á mánudögum

  • Bóklegir tímar eru teknir í kennslulotum á fimmtudögum yfir tímabilið, lota 1 er 23. Sept, 30. Sept, 7. Okt og lota  2 er 4. Nóv, 11. Nóv og 18. Nóv.

  • Fimmtudaginn 25. nóv er haustfjör haustannarinnar í boði æskulýðsnefndar í stað bóklegs tíma. 

  • Á haustönn eru 13 verklegir tímar (þar af 11 á hesti) og 7 bóklegir tímar.

  • Verð á haustönn 55.000 kr.

  • Skráning á vormisseri hefst í nóvember

Áherslur í bóklegri kennslu reiðmennskuæfingar

  • Að nemendur skilji helstu hugtök í reiðmennsku og þjálfun

  • Bókleg kunnátta á helstu æfingum sem notaðar eru í þjálfun

  • Hreyfifræði- gangtegundir

  • Grunnatriði í atferlisfræði

  • Grunnatriði í heilsufræði hestsins

  • Læra um fóðrun og umhirðu (bóklegt og verklegt)

  • Helstu sjúkdómar

Flokkaskipting verkleg kennsla

  • 6. flokkur 8-10 ára (fædd 2012-2014) - Pollaflokkur, námskeið fyrirhugað í nóvember.

  • 5. flokkur 11-13 ára (fædd 2009-2011)

  • 4. flokkur 14-16 ára (fædd 2006-2008)

  • 3. flokkur 17 ára og eldri (fædd 2005 og fyrr)

  • Fullorðinshópur sem verður ætlaður 18 ára og eldri

Áherlslur í knapaþjálfun almennt:

  • Hugarfarsþjálfun

  • Skipulag þjálfunar

  • Markmiðasetning

  • Vinna með hræðslu

Verklegar áherslur:

  • 8-10 ára: Efla áhuga iðkenda á íþróttinni á breiðum grunni. Kynna grunngildi góðrar hestamennsku og leyfa iðkendum að kynnast íþróttinni á margan hátt. Leikir og fjör til þess að hópurinn kynnist.

  • 11-13 ára: Iðkendur læri helstu hugtök í reiðmennsku. Kunni skil á grunnæfingum í liðkandi vinnu. Fái fræðslu um gildi grunnþjálfunar reiðhesta. Læra handhægar æfingar um markmið og hugarfarsþjáfun.

  • 14-16 ára: Iðkendur fái innsýn í mikilvægi þjálfunar í vinnuformi. Öðlist yfirsýn í liðkandi og styrkjandi vinnu og grunnfærni í vinnu við hendi.

  • 17 ára og eldri: Allt ofan talið.

Hver flokkur skiptist upp í undirgreinar á vorönn þar sem knapar velja áhugasvið. Það verða keppnishópar, almenn þjálfun og fleira ef hópar eru nógu stórir.

Reiðmennskuæfingar fullorðinna

  • Hefjast mánudaginn 18. október og haustönn stendur til 16. desember

  • Vorönn hefst mánudag 10. janúar og stendur til 14. apríl

  • Þar á eftir taka önnur námskeið félagsins við

  • Æfingar eru einn verklegur tími í viku, og bóklegir tímar með jöfnu millibili yfir tímabilið.

  • 9 verklegir reiðtímar á haustönn og 14 á vorönn, samtals 23 verklegir reiðtímar

  • Bóklegir tímar eru 4. nóv, 2. des, 13 jan, 10.feb, 10 mars og 7. apríl alls 6 bóklegir tímar.

  • Kennsla er alls 29 tímar (bóklegt og verklegt)

  • Reiknað er með 3 nemendum í hóp í verklegri kennslu

  • Verð 105.000 kr

Áherslur í bóklegri kennslu reiðmennskuæfingar

  • Að nemendur skilji helstu hugtök í reiðmennsku og þjálfun

  • Bókleg kunnátta á helstu æfingum sem notaðar eru í þjálfun

  • Hreyfifræði- gangtegundir

  • Grunnatriði í atferlisfræði

  • Grunnatriði í heilsufræði hestsins

  • Læra um fóðrun og umhirðu (bóklegt og verklegt)

  • Helstu sjúkdómar

Flokkaskipting verkleg kennsla

  • 6. flokkur 8-10 ára (fædd 2012-2014)

  • 5. flokkur 11-13 ára (fædd 2009-2011)

  • 4. flokkur 14-16 ára (fædd 2006-2008)

  • 3. flokkur 17 ára og eldri (fædd 2005 og fyrr)

  • Fullorðinshópur sem verður ætlaður 18 ára og eldri

Kennari í bóklegri kennslu: Hinrik Þór
Kennarar í verklegri kennslu: Anna Björk Ólafsdóttir, Hinrik Þór Sigurðsson, Snorri Dal og Sigurður Ævarsson.

Allir kennarar sem koma að æfingunum eru menntaðir reiðkennarar eða hafa viðurkennda þjálfaramenntun ÍSÍ.