Reiðmennskuæfingar - fullorðnir

Námkskeið að hefjast 

Hefjast 26. október, kennt á mánudags- og miðvikudagskvöldum, eftir æfingar og knapamerki hjá börnunum.

Í lok október hefjast reiðmennskuæfingar fyrir fullorðinshópa hjá hestamannafélaginu Sörla.
Námskeiðið samanstendur af reiðtíma vikulega (mánudags- eða miðvikudagskvöld) og bóklegri kennslu (fyrirlestrum) þriðju hverja viku.
Námsefnið er byggt á breiðum grunni og markmiðið er að iðkendur öðlist innsýn í hestamennsku og reiðmennsku á mörgum sviðum.
Bókleg þjálfun og sýnikennslur

Reiðmennska
• Skilja helstu hugtök í reiðmennsku og þjálfun
• Bókleg kunnátta í æfingum
• Hreyfifræði- gangtegundir
• Atferlisfræði

Hestamennska
• Grunnatriði í heilsufræði hestsins
• Læra um fóðrun og umhirðu
• Helstu sjúkdómar

Knapaþjálfun
• Hugarfarsþjálfun
• Skipulag þjálfunar
• Markmiðasetning
• Hræðsla

Reiðtímar á hesti
• Upphaf vetrarþjálfunar
• Að byggja þol og styrk
• Grunnþjálfun reiðhestsins og kenna æfingar
• Grunnfærni í vinnu við hendi og hringtaumsvinnu
• Iðkendur bæti við verklega færni í þjálfun
• Þekking á reiðleiðum á reiðvelli
• Æfingar og almenn þjálfun
• Aðstoð við keppnisundirbúning ef til vill

Námskeiðið er einstaklingsmiðað og kennsla fer fram í litlum hópum (2-3 knapar í hóp) til þess að hægt sé að aðlaga kennsluna hverjum og einum knapa.
Námskeiðstímabil 26. október- 15. desember (8 verklegir reiðtímar fyrir jól) og 11. jan-21. apríl (15 verklegir tímar eftir jól)
Bókleg kennsla fimmtudagar 12. nóvember og 3. desember.
Vorönn 14. janúar, 4. febrúar, 25. febrúar, 18. mars, 8. apríl.
Alls 30 skipti 23 reiðtímar og 7 bóklegir.

Verð 105.000 kr.

Fyrstu 12 sem skrá sig komast á æfngarnar, hinir fara á biðlista.