Reiðmennskuæfingar Sörla - Haust 2025

Það styttist í æfingar ofl 

Reiðmennskuæfingar yngri flokka hefjast 22. september og reiðmennskuæfingar fullorðinna hefjast 27. október. Búið er að opna fyrir skráningu.

Um er að ræða skipulagða kennslu fyrir félagsmenn í hestamannafélaginu Sörla, sem nær yfir allt tímabilið, haustönn og vorönn. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst sem ætlið að vera með svo það sé hægt að raða í hópa og byrja skipulagningu sem fyrst.

Reiðmennskuæfingar yngri flokka

Nú er æfingatímabilið að hefjast og við opnum fyrir skráningu á Reiðmennskuæfingar yngri flokka.Það er heilmikið framundan í æfingunum og starfið að vex jafnt og þétt.

Æfingarnar samanstanda af bóklegri kennslu, sýnikennslu og verklegri kennslu ásamt opnum verklegum æfingum með aðstoð þjálfara.

Starfið hefst nú í lok september með léttum æfingum án hests og skemmtilegri samveru.

Svo í október hefjast svo reiðtímar á eigin hesti, svo það er gott fyrir þátttakendur að byrja að huga að því að vera klár með hesta sína á fyrstu vikum októbermánaðar.

Stefnt er á fyrstu verklegu reiðtíma 13. október.

Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru á mánudögum eða miðvikudögum. Opin æfing í reiðhöll með leiðsögn þjálfara á föstudögum 4 skipti yfir önnina,1 sýnikennslur og 3 bóklegir tímar á fimmtudögum samtals 4 skipti yfir önnina. Jólafrí 15. desember - 5. janúar

Hægt verður að bæta inn nýjum iðkendum þó svo að önnin sé byrjuð

Æfingargjöld fyrir haustönn eru 60.000 kr og hægt að nýta frístundastyrk.

Kynningarfundur á starfinu verður haldinn 22. september áður en æfingar hefjast.

Kynning:  22. september
Æfingar án hests: 29. september, 6. október.
Fyrsti verklegi tíminn: 13. október (kennsla mánudaga og miðvikudaga
Bóklegir tímar: 23. október, 20. nóvember, 11. desember
Sýnikennsla: 14. nóvember
Opnir tímar: 17. október, 7 nóvember, 28. nóvember, 5. desember (föstudagar)
Jólafrí: 15. desember – 5. janúar

Við áskiljum okkur rétt til að fella niður kennslu vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Tilkynning um slíka niðurfellingu verður birt á heimasíðu/sportabler með eins löngum fyrirvara og mögulegt er.

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á yfirþjálfara: astakara@sorli.is

Búið er að opna fyrir skráningu á æfingarnar fyrir yngri iðkendur félagsins, í gegnum Sportabler kerfið.

Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:

https://sportabler.com/shop/sorli/


Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.

Reiðmennskuæfingar fullorðinna

Hefjast mánudaginn 27. október og standa til 1. apríl, alls 20 vikur.

Jólafrí 15. des - 5. jan.

Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru einu sinni í viku allt tímabilið. Það verða 3 opnir reiðtímar á haustönn og einnig á vorönn á föstudögum. Opnir reiðtímar fara þannig fram að nemendum verður skipt í hópa með 5 nemendum. Nemendurnir geta mætt og þjálfað frjálst með þjálfara á staðnum og fengið aðstoð með sína hesta ef þarf.

Reiðmennskuæfingar fullorðinna eiga tíma í reiðhöllinni á mánudagskvöldum, miðvikudagskvöldum, fyrir hádegi á miðvikudögum og föstudögum, og því ættu flestir áhugasamir að geta fundið æfingatíma við hæfi.

Verð: 132.000 kr

Reiðmennskuæfingar fullorðinna eru frábært verkfæri fyrir áhugasama knapa til þess að þjálfa skipulega yfir allt tímabilið með leiðsögn reyndra þjálfara og kennara.

Þeir knapar sem hafa verið á æfingum undanfarin ár, hafa færi á að halda áfram að byggja ofan á kunnáttu sína og færni, með áframhaldi á þeirri línu sem sett hefur verið og nýjir iðkendur verða saman í hópum og verkefnum til þess að tryggja góða samfellu fyrir alla iðkendur.

Breyting hefur verði á verklegum reiðtímum enn í ár verða 2 nemendur í hóp í stað þriggja til að skila sem mestum árangri fyrir nemendur.

Fyrstu 28 sem skrá sig komast á æfingar, hinir fara á biðlista.

Reiðmennskuæfingar eldri:

Hefjast 27. október –  1. apríl. 

Fyrsti verklegi tími: 27. október
Opnir tímar: 17. október, 7. nóvember, 5. desember (föstudagar)

Jólafrí: 15. desember – 5. janúar.

Breyting á fyrirkomulagi – opnir reiðmennsku tímar í stað bóklega tíma og sýnikennslur

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á yfirþjálfara: astakara@sorli.is

Búið er að opna fyrir skráningu á æfingarnar fyrir eldri iðkendur félagsins, í gegnum Sportabler kerfið.

Skráningu líkur 20. okt 2025.

Til að skrá í Sportabler þarf að stofna aðgang:

https://sportabler.com/shop/sorli/


Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.