Rúlluplast og rusl

Þessi umgengni 

Kæru félagsmenn

Gámar fyrir plast eru opnir frá klukkan 17:30 til klukkan 18:00 annan hvern þriðjudag, þeir verða opnir næst 24. maí.

Á þeim tíma er öllum félagsmönnum heimilt að koma með rúlluplast og plast utan af sagi og setja í gámana. Ekkert annað má fara í þessa gáma. Ef þið þurfið að losa ykkur við plastið á öðrum tímum bendum við á Sorpustöðvarnar sem eru víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er heimilt að skilja eftir poka eða annað rusl fyrir utan gámana. Ef við göngum ekki vel um gámana og svæðið okkar verða gámarnir fjarlægðir.