Nú á dögunum bætti Hekla Katharína Kristinsdóttir Landsliðsþjálfari U21 við tveimur knöpum inní landsliðshópinn sinn. Sara Dís Snorradóttir Sörlafélagi var önnur þeirra sem var valinn. Hún er með hestinn Kvist frá Reykjavöllum og stefna þau á fimmgangsgreinar.
Til gamans má segja frá því að núna eru tvær Sörlastelpur í landsliðshópnum þær Sara Dís Snorradóttir og Fanndís Helgadóttir.
Hestamannafélagið Sörli óskar Söru Dís innilega til hamingju með þennan magnaða árangur.