Sjálfboðaliðavelta Sörla - ýmislegt framundan

Fyrir alla sjálfboðaliða 

Nú er mikið um að vera næstu vikur hér hjá félaginu, nefndirnar okkar eru í óðaönn í skipulagningu og undirbúningi. Sumar nefndir eru að skipuleggja viðburði en aðrar eru að undirbúa vor og sumarkomu fyrir félagsmenn okkar.

Mótahald, kynbótasýningar, hóptúrar, viðrunarhólf og beitarhólfin okkar í Krýsuvík að öllu þessu er verið að huga að og skipuleggja.

Nefndirnar eiga eftir að kalla eftir aðstoð hjá sjálfboðaliðum og viljum við hvetja alla félagsmenn að bjóða fram aðstoð sína.

sjálboðaliðaveltu Sörla.

Allir sjálfboðaliðar Hestamannafélagsins Sörla komast í pottinn í sjálboðaliðaveltu Sörla.

Veglegir vinningar í boði:

  • Vinningur frá Hestefli. Vika fyrir einn hest í vatnsbretta og styrktarþjálfun. Frábær viðbót við reglubundna þjálfun reiðhesta, keppnis- og kynbótahrossa.

  • Vinningur frá Hótel Laka, gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunmat.

  • Vinningur frá Ragnheiðarstaðabúinu, folatollur undir Hákon frá Ragnheiðarstöðum

  • Vinningur frá Fóðurblöndunni, eitt bretti af spónaböllum.

Við viljum hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í okkar frábæra starfi með því að aðstoða nefndirnar okkar þegar þær kalla eftir aðstoð. Nú er allt á fullu í undirbúningi fyrir skírdag, mótin sem eru framundan, sumarbeit í Krýsuvík, viðrunarhólf, kynbótasýningar og margt fleira.

Nöfn allra sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað í vetur og eiga eftir að aðstoða fram á sumar, fara í pott og dregið verður út í byrjun sumars.

Við viljum þakka þeim sem gáfu vinningana sérstaklega vel fyrir.

Höldum starfinu gangandi því að öll hjálp, lítil sem mikil, aðstoðar okkur við að framkvæma alla þessa skemmtilegu viðburði sem við höfum svo gaman af. Án sjálfboðaliða er ekkert starf. 

Áfram Sörli!