Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir knapa og hesta

Sigrún Sigurðardóttir 

Sigrún Sigurðar, námskeið
Myndin fannst okkur svo fín af Sigrúnu með börnunum - en þetta er námskeið fyrir fullorðna

Námskeið fyrir óörugga knapa sem vilja styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur og kenna honum á umhverfið. Kennari Sigrún Sigurðardóttir.

Sigrún er reiðkennari og hefur áratuga reynslu af kennslu. Hún hefur verið með ótal sjálfstyrkingarnámskeið fyrir knapa og hesta.

Námskeiðið er 8 vikur og hefst fimmtudaginn 8. apríl, kennt verður vikulega. Hver kennslustund er 45 mínútur og eru 4 nemendur saman í hóp.

Athugið að kennt verður á fimmtudögum í apríl og á þriðjudögum í maí

Námskeiðsgjald 33.000 kr

Skráning fer fram hér, 8 fyrstu sem skrá sig komast á námskeiðið hinir fara á biðlista.

Námskeiðið verður einungis kennt ef næg þátttaka næst.