Skít á reiðhallargólfum - VERÐUR AÐ ÞRÍFA UPP STRAX

Allir sem einn 

Af gefnu tilefni viljum við árétta og ítreka það að þeir sem eru inni í höllunum við æfingar verða að þrífa skítinn eftir hrossin sín strax.

Starfsmenn hafa þurft reglulega að þrífa upp skít eftir knapa og kvartanir hafa borst frá knöpum sem sífelt eru að þrífa skít eftir aðra af reiðgólfum.

Við viljum minna á myndavélakerfi í reiðsölum, þar getum við fylgst með hvernig knapar ganga um hallirnar.

Hér er hægt að lesa yfir reglur reiðhallanna.

Ef knapar virða ekki reglurnar verða þeir sviptir aðgangi sínum í einn mánuð.

Einnig af þeir verða uppvísir af því að hleypa inn þeim sem ekki hafa keypt sér aðgang að höllunum.

Ítrekuð brot varða sviftingu reiðhallalykils í eitt ár, án endurgreiðslu gjalds.