Skráningu líkur í dag á miðnætti á Gæðingaveislu Sörla

Á Hraunhamarsvelli 

SKRÁNINGU FER AÐ LJÚKA - 25.8

Nú styttist í að skráningafresti ljúki fyrir keppni á Gæðingaveislu Sörla - en það gerist á miðnætti í dag 25.ágúst.

Hvetjum við þig og alla hina, til að skrá þig og þinn hest og taka þátt í frábæru móti um helgina. Veðurspáin lítur vel út í dag svo það er ekki eftir neinu að bíða.

Komdu í fallega fjörðinn til að sýna þig á keppnisvellinum og sjá aðra.

Hlökkum gríðarlega til veislunnar.

Mótanefnd Sörla