22.02.2022

Mikill mjög blautur snjór 

Það er búið að moka miklum snjó bæði á sunnudag og mánudag þó það sjáist ekki mikið.

Við urðum svo fyrir því óláni að það brotnaði rúða í vélinni seinni partinn í gær og lítið hægt að gera annað en að setja vélina inn í reiðhöll á meðan beðið er eftir nýrri rúðu og hægt verður að gera við hana. Vonandi gerist það í dag, þá verður strax hafist handa við að reyna að stinga út úr sköflum og ræsa reiðvegina þannig að þeir losi sig við það vatn sem á þeim er áður en frystir.

Dálítið hefur borið á því að félagsmenn hafi  óska eftir því að sjálfboðaliðar okkar fari í það að moka götur og stæði  í hverfunum en við sjáum ekki um það, við sjáum einungis um reiðvegina.

Búið er að óska eftir mokstri í báðum hverfum því þungfært er út af mjög blautum snjó og vatni, það á að koma vél frá bænum í dag.

Við viljum biðja félagsmenn um skilning og þolinmæði.