Nýverið eignaðist Hestamannafélagið Sörli frábæra aðstöðu sem hýsa mun hið vinsæla Félagshesthús Sörla.
Undanfarin ár hefur Hestamannafélagið Sörli rekið félagshesthús með það að markmiði að auka nýliðun í hestamennsku á faglegan og heilbrigðan hátt undir stjórn leiðbeinenda, yfirþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins.
Þessi starfsemi hefur notið mikilla vinsælda en skipulagt starf er meðal barna og unglinga þar sem að þau geta æft íþróttina óháð því hvort þau eiga hest eða ekki. Starfsemin hefur, undanfarin ár, verið í leiguhúsnæðum víðsvegar um hverfið en á síðasta ári hóf það starfsemi sína í húsnæði Íshesta að Sörlaskeiði 24. Samstarf Sörla og Íshesta gekk vel og aðstaðan einstaklega góð fyrir bæði menn og dýr en um er að ræða hesthús fyrir 33 hesta, litla reiðskemmu, gerði og góða æfinga- og kennsluaðstöðu fyrir börn og unglinga. Þegar húsnæðið var síðan til sölu á haustmánuðum var ákveðið, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, að festa kaup á húsnæðinu í stað þess að byggja nýtt hús samhliða byggingu reiðhallar.
Áfram Sörli