Suðurlandsdeildin - keppni í fjórgangi

Fjórgangur 

Í gær, 16/3, fór fram keppni í fjórgangi í Suðurlandsdeildinni. Sörlafólk var að sjálfsögðu á staðnum og fóru úrslit í flokki atvinnumanna þannig að  Hanna Rún Ingibergsdóttir og Harpa frá Engjavatni urðu í 4. sæti með einkunnina 6,97 og Brynja Kristinsdóttir og Sóley frá Blönduholti urðu í 7. sæti með einkunnina 6,73.

Í flokki áhugamanna urðu Bertha María Waagfjörð og Amor frá Reykjavík í 5. sæti með einkunnina 6,47.

Einnig er gaman að segja frá því að Frár frá Sandhól sem varð í 1. sæti með knapa sínum Þóri Jónsteinssyni er ræktaður og í eigu þeirra Margrétar H. Vilhjálmsdóttur og Þorvalds H. Kolbeins - Innilega til hamingju

Glæsilegur árangur ungu konur. Þið eruð okkur aldeilis til sóma og Sörlafélagar eru afar stoltir af ykkar frammistöðu.