Sveitaferð yngri kynslóðarinnar laugardaginn 25. október.
Farið verður um suðurland og heimsækjum við Sunnuhvol, Ástríði Magnúsdóttur á Ási 2 og stórfenglega bæinn Sumarliðabæ.
Systkinin á Sunnuhvoli hafa verið í hestum frá unga aldri og sýnt sig mikið á keppnisvellinum. Þau starfa saman á Sunnuhvoli og stunda þar tamningar og þjálfun. Sunnuhvoll er ótrúlega flottur bær þar sem mikil metnaður fer fram.
Ástríður Magnúsdóttir er gamall Sörlafélagi og kennari en hún var á Sörlasvæðinu áður en hún flutti í sveitina þar sem hún starfar nú og býr með manni sínum Hannesi. Dætur Ástu og Hannesar er miklar hestastelpur og eiga þau ótal mörg dýr á bænum.
Að lokum munum við heimsækja stórfenglega bæinn Sumarliðabæ sem er einn flottasti hestabúgarður á landinu. Þar fer bæði vel um dýr og menn. Þar starfar hún Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og er Óli draumur yfirbústjóri þar.
Aldurstakmark er í ferðina, en hún er ætluð krökkum fædd 2013 – 2008. Yngri hópi er boðið með í fylgd með fullorðum ef laust pláss er í rútunni en þá greiða foreldrar líka fyrir plássið.
Brottför kl 10:00, áætluð heimkoma kl 17:30.
Skráning á aeskulydsnefnd@sorli.is , skráningu lýkur í hádeginu á þriðjudag 21. október.
Verð er 4000 krónur og innifalið í því er rúta, samlokur og léttar veigar.
Það vill enginn missa af þessari frábæru ferð og gefast tækifæri á að skyggnast inní heim tamningamanna og sjá þeirra aðstöðu!
Æskulýðsnefnd