Árlegur þorrareiðtúr verður farinn laugardaginn 25. janúar
Lagt verður af stað frá Sörlastöðum kl 13:00 og riðinn hóflega langur hringur.
Í áningu verður síðan boðið upp á rammíslenskar þorraveitingar. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á þennan skemmtilega viðburð og svo er þetta auðvitað upplagt til að koma sér í gírinn fyrir Þorrablót Sörla.
Ferðanefnd
Sörla