Uppskeruhátíð hestafólks verður haldin 8. nóvember nk. í Gamla bíó og að vanda verða þar heiðraðir þeir knapar sem náð hafa hvað bestum árangri á árinu.
Keppnisárið 2025 var firnasterkt með mörgum frábærum mótum og sýningum og verður einstaklega spennandi að sjá hverjir munu hljóta hin eftirsóttu knapaverðlaun.
Í Sörla er mikið af fyrirmyndar knöpum, tveir af okkar frábæru félögum eru tilnefndir til verðlauna á uppskeruhátíðinni.
Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hinn feiknasterki skeiðknapi Ingibergur Árnason sé tilnefndur til verðlauna á hátíðinni en hann er tilnefndur í flokknum skeiðknapi ársins.
Ingibergur hef keppt í skeiði í langan tíma og lét sig ekki vanta á skeiðleika ársins á Selfossi þar sem hann stóð efstur í 100m skeiði á Sólveigu frá Kirkjubæ á fyrstu og þriðju skeiðleikunum.
Á Íslandsmóti fullorðna og ungmenna lönduðu Ingibergur og Sólveig öðru sæti í 100m skeiði á 7.47 sekúndum og er það jafnframt 2 besti tíminn á árinu í 100m skeiði. Ingibergur á jafnframt 7 besta tíman á árínu í 150m skeiði en það er á hestinum Flótta frá Meiri – Tungu með tíman 14.35 sek. Þeir kepptu einnig á Reykjarvíkurmeistaramótinu og uppskáru þar 6 sætið í 140 m skeiði á tímanum 14.78. Það er því óhætt að segja að Ingibergur hafi gaman að því að fara hratt og er feikna laginn í því og uppsker að vera með einum af bestu skeiðknöpum landsins.
Á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks hlaut Sara Dís 4. sætið í fimmgangi F1 ungmenna á hestinum Kvist frá Reykjarvöllum með einkunina 6.76. Á sama móti var Sara Dís í feikna stuði á hestinum Djarfi frá Litla-Hofi, þau ætluðu sér mikin og uppskáru 1. sætið í 250m skeiði á timanum 23.30 sek og einnig í 100m flugskeiði á tímanum 7.70 sek.
Sara Dís og Kvistur voru í góðum gír einnig á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna og uppskáru þar 5 sætið í fimmgangi F1 með 6.98 í einkunn. Sara og Djarfur hlutu 2-3 sætið í 100m flugskeiði á tímanum 7.84. Í 250 metra skeiði voru þau hlutskörpust og lönduðu sér íslandsmeistaratitli og fyrsta sætinu á tímanum 22.28 sek sem væri 7 besti tími á árinu ef hún væri í fullorðinsflokki.
Hestamannafélagið Sörli og yfirþjálfari félagsins óskar þessum knöpum innilega til hamingju með þennan flotta árangur.
Áfram Sörli !