Tilnefningar til knapaverðlauna LH

Tveir knapar úr Sörla 

Uppskeruhátíð hestafólks verður haldin 8. nóvember nk. í Gamla bíó og að vanda verða þar heiðraðir þeir knapar sem náð hafa hvað bestum árangri á árinu.

Keppnisárið 2025 var firnasterkt með mörgum frábærum mótum og sýningum og verður einstaklega spennandi að sjá hverjir munu hljóta hin eftirsóttu knapaverðlaun.

Í Sörla er mikið af fyrirmyndar knöpum, tveir af okkar frábæru félögum eru tilnefndir til verðlauna á uppskeruhátíðinni.

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hinn feiknasterki skeiðknapi Ingibergur Árnason sé tilnefndur til verðlauna á hátíðinni en hann er tilnefndur í flokknum skeiðknapi ársins.
Ingibergur hef keppt í skeiði í langan tíma og lét sig ekki vanta á skeiðleika ársins á Selfossi þar sem hann stóð efstur í 100m skeiði á Sólveigu frá Kirkjubæ á fyrstu og þriðju skeiðleikunum.

Á Íslandsmóti fullorðna og ungmenna lönduðu Ingibergur og Sólveig öðru sæti í 100m skeiði á 7.47 sekúndum og er það jafnframt 2 besti tíminn á árinu í 100m skeiði. Ingibergur á jafnframt 7 besta tíman á árínu í 150m skeiði en það er á hestinum Flótta frá Meiri – Tungu með tíman 14.35 sek. Þeir kepptu einnig á Reykjarvíkurmeistaramótinu og uppskáru þar 6 sætið í 140 m skeiði á tímanum 14.78. Það er því óhætt að segja að Ingibergur hafi gaman að því að fara hratt og er feikna laginn í því og uppsker að vera með einum af bestu skeiðknöpum landsins.

Annar knapinn sem tilnefndur er til verðlauna er eingin önnur en hún Sara Dís Snorradóttir. Hún hefur átt feikna gott ár í brautinni og sýnt það og sannað að dugnaður og elja borgar sig. Sara Dís er tilnefnd sem efnilegast knapi ársins og er vel að því kominn.

Á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks hlaut Sara Dís 4. sætið í fimmgangi F1 ungmenna á hestinum Kvist frá Reykjarvöllum með einkunina 6.76. Á sama móti var Sara Dís í feikna stuði á hestinum Djarfi frá Litla-Hofi, þau ætluðu sér mikin og uppskáru 1. sætið í 250m skeiði á timanum 23.30 sek og einnig í 100m flugskeiði á tímanum 7.70 sek.

Sara Dís og Kvistur voru í góðum gír einnig á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna og uppskáru þar 5 sætið í fimmgangi F1 með 6.98 í einkunn. Sara og Djarfur hlutu 2-3 sætið í 100m flugskeiði á tímanum 7.84. Í 250 metra skeiði voru þau hlutskörpust og lönduðu sér íslandsmeistaratitli og fyrsta sætinu á tímanum 22.28 sek sem væri 7 besti tími á árinu ef hún væri í fullorðinsflokki.

Hestamannafélagið Sörli og yfirþjálfari félagsins óskar þessum knöpum innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

Áfram Sörli !