Trek kynning og örfyrirlestur á vegum Æskulýðsnefndar

Á Sörlastöðum 

Æskulýðsnefnd boðar alla Sörlafélaga á TREK kynningu hjá Sigga Ævars þar sem farið verður yfir helstu hugtök Trek og þær þrautir sem eru í miðju æfingavallar Sörla.

 

Síðan kemur hún Sólveig Sverrisdóttir Tegeder "samfélagslögregla"  frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu með örfyrirlestur og spjall um forvarnir, stöndum vörð saman um æskulýðinn okkar og tökum samtalið!

 

Við vonumst til að sjá sem allra flesta á öllum aldri, enda eiga bæði málefni  við okkur öll!  

Fundurinn hefst kl 19.45 miðvikudaginn 10. maí á Sörlastöðum.