Umgengni á félagsvæði Sörla

Tökum höndum saman 

Kæru félagsmenn

Nú verðum við að taka okkur saman öll sem eitt og taka til og fegra umhverfið okkar hér á félagssvæði Sörla.

Umgengni er á allt of fáum stöðum til fyrirmyndar.  Á of mörgum stöðum er hins vegar, rusl og drasl út um allt í báðum hesthúsahverfunum, gámar, grill, bretti, allskyns kerrur og tjaldvagnar.

Hestakerrusvæðið er nú enn og aftur orðið fullt af óskoðuðum kerrum, hjólhýsi, tjaldvagni, litlum kerrum og heyvögnum, en  þetta svæði er eingöngu fyrir HESTAKERRUR.

Nú í apríl fara framkvæmdir af stað við nýja reiðhöll. Fyrst þarf að færa innganga inn í núverandi mannvirki og hluti af hestakerrusvæðinu verður innan athafnasvæðis verktakans sem reisir höllina.

Við erum búin að vera í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um frekari lausn á kerrusvæði/um fyrir félagsmenn okkar, en það er ekki komið á hreint, því ríður á að við fjarlægjum allt sem ekki á að vera á hestakerrusvæðinu og í hesthúsahverfunum okkar til að koma kerrum fyrir. Einnig langar okkur að biðla til þeirra sem hafa tök á að fara með hestakerrur sínar eitthvað annað tímabundið að gera það.

Hér að neðan eru myndir sem voru teknar af hestakerrustæðinu í síðustu viku af óskoðuðum kerrum  og ýmsu sem ekki á að vera þarna. Vinsamlegast fjarlægið þið sem eigið þetta dót af félagsvæðinu. Þið hafið tíma til þess fram yfir næstu helgi eða til 19. mars. Áskilinn er réttur til að láta fjarlægja hluti sem ekki eiga að vera þarna á kostnað eiganda.

Oft hefur verið þörf en nú er nauðsynlegt að við bregðumst við og lögum þetta hjá okkur.

 Áfram Sörli.