Úrslit - Grímuleikar Sörla 2022

Úrslit 

Síðastliðinn sunnudag voru haldnir Grímuleikar Sörla. Þar mættu tæplega 50 glaðbeittir knapar í allskyns búningum og skemmtu sér saman, þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara og sýnir það okkur vel hve gróskan og áhuginn er mikil í félaginu og framtíðin er spennandi hér hjá okkur í Sörla

Ójá fyrirvarinn var stuttur þar sem allir héldu að þeir væru að fara að mæta á Vetrarleika, en hvorki veður né færð buðu upp á það. Því var ákveðið nánast með nokkurra klukkustunda fyrirvara að halda Grímuleikana.

Okkar frábæru sjálboðaliðar í Æskulýðsnefnd Sörla eiga svo sannarlega hrós skilið að ná að skipuleggja Grímuleikana með nokkra klukkustunda fyrirvara.

Hér koma úrslit leikanna:

Barnaflokkur:
1. Kristín Birta Daníelsdóttir
2. Ögn H. Kristín
3. Elísabet Benediktsdóttir
4. Árný Sara Hinriksdóttir
5. Sigurður Ingi Bragason

Besti búningurinn:  Hrafnhildur Rán Elvarsdóttir

Unglingaflokkur:
1. Jessica Ósk
2. Snæfríður
3. Tristan Logi
4. Sara Sigurrós
5. Sigurður Dagur Eyjólfsson
6. Magnús Bjarni

Besti búningurinn: Sofie Gregersen

18 ára og eldri:
1. Aníta Rós
2. Guðmundur Tryggvason

Besti búningur: Aníta Rós

Inni á fésbókarsíðu Sörla má sjá tæplega 300 myndir af leikunum sem hann Ingvar Sigurðsson ljósmyndari tók fyrir okkur. Hann á sérstakar þakkir skilið, því hann er ótrúlega iðinn við að mæta á flesta viðburði félagsins og fanga augnablikin fyrir okkur.

Einnig vill Æskulýðsnefnd vill þakka þeim Sævar Leifssyni fyrir dómgæsluna, Sigurði Ævarssyni en hann var þulur á leikunum og Stebbu í Stebbukaffi að standa vaktina.

Og síðast en ekki síst þá þakkar nefndin öllum þeim sem tóku þátt í Grímuleikum Sörla.