Utanvega hlaup í Heiðmörk á morgun

Hlaupagikkir 

Til þeirra er málið varðar. 

Utanvegarhlaup í Heiðmörk á morgun. Umferð um Vífilstaðavatn og hlaupaleiðir til glöggvunar. 

Á morgun, laugardag, fer fram utanvega hlaupakeppnin Now Eldslóðin sem hefst við Vífilstaða og fer um afmarkaða göngu og hlaupastíga í upplandinu Heiðmerkur. Lengsta hlaupið fer frá Vífilstaðavatni og í gegnum Búrfellsgjánna og umhverfis Helgafell og tilbaka. Styttri leiðirnar tvær eru á svæðinu umhverfis vatnið og holtið. Sjá kort sem fylgja. 

Keppnin er valinn í samráði við Garðabæ og fer fram með útgefnu leyfi þeirra og Umhverfisstofnunar og Hafnafjarðarbæjar. 

EKKI er hlaupið á merktum reiðleiðum. 

Mið-bílastæðið við Vífilstaðavatn verður lokað milli 10:00 og 17:00 á laugardag vegna keppninnar en þar er upphaf og endir keppninnar. Önnur bílastæði eru opin að vanda. 

Engin truflun eða inngrip er að öðru leyti á almenni umferð á svæðinu. En frá 11:30 til 16:00 má búast við meiri umferð að og við mótsmiðjuna en á venjulegum degi. Keppendum verður beint að stæðum sem ekki eru við golfvöllinn á svæðum sem ekki eru í mikilli notkun um helgar. 

Ef þið óskið ferkari upplýsinga eða viljið að mótshaldarar hafi einhver ákveðin atriði í huga varðandi svæðið þá megið þið endilega láta okkur vita á netfangið einar@vikingamot.is

kv Einar Bárðar 

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Annað
Hvenær:
Hvar:
Á félagssvæði Sörla
Hver:
Einhverjum utan úr bæ hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann