Vetrarleikar II - Sjóvámótaröðin
Aðrir vetrarleikar vetrarins í Sjóva mótaröðinni verða haldnir sunnudaginn 30. mars. Hefjast þeir stundvíslega kl 11:00 á Hraunhamarsvellinum.
Skráning í mótið er þegar hafin og fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk: Skráning á vetrarleika II. Athugið ef þið fáið ekki staðfestingu þegar þið ljúkið skráningu hefur skráning ekki farið í gegn. Ekki missa af tækifærinu til að taka þátt í þessu skemmtilega móti!
Skráningu lýkur 29. mars kl. 18.00.
Útvarpað frá leikunum á rás 106,1
Skráningargjald er 3000 kr. í allar flokka nema í Pollaflokk en í þeim flokki er ekkert skráningagjald. Greiða þarf inn á reikning Sörla þátttökugjald áður en skráningu lýkur til að hafa rétt á að taka þátt og senda kvittun á netfangið motanefndsorla@gmail.com
Reikningsnúmer og kennitala Sörla: 0544-26-001803, 640269-6509
Nánari upplýsingar um dagskrá og ráslista verður birt síðar.
Á þessu móti er keppt í tölti (undantekning börn minna vön og pollar). Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti sbr.gr.7.2.6 í reglum LH (Tölt A-flokkur, frjáls hraði) eftir fyrirmælum þulara.
Allir flokkar keppa á beinni braut (undantenkning Barnaflokkar og Pollaflokkar - þau keppa á hringvelli).
Að gefnu tilefni:
Til að tryggja sanngjarna og skemmtilega keppni er mikilvægt að allir knapar skoði hæfni- og aldursviðmið hvers flokks vandlega þegar þeir nýskrá sig í þessa mótaröð og skrái sig í þann flokk sem lýsir best þeirra hæfni eða öðrum viðmiðum. Með því tryggjum við að keppnin verði bæði spennandi og hvetjandi fyrir alla þátttakendur og að óreyndari knapar fái tækifæri til að eflast og þroskast í keppni.
Opinn flokkur. Mikið keppnisvant fólk, bæði atvinnumenn og áhugamenn. Kynjablandaður flokkur. Fólk sem mjög virkt í keppni og hefur áralanga reynslu í keppni.
1 flokkur. Keppnisvanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkurinn er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur verið að keppa sem áhugamenn og eru komnir með reynslu í einhverjum keppnisgreinum.
2 flokkur. Minna vanir knapar, bæði konur og karlar skrá sig hér en flokkur er kynjaskiptur í keppni. Fólk sem hefur lítið keppt eða er að byrja aftur að keppa eftir langt hlé.
Flokkur 55+ heldra fólk. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem eru 55 á árinu eða eldri óháð keppnisreynslu.
Byrjendaflokkur. Kynjablandaður flokkur fyrir knapa sem hafa aldrei keppt en langar að spreyta sig.
Pollaflokkur. Knapar 9 ára eða yngri á árinu. Skipt upp í teymdir og ríðandi eftir getu sem forráðamenn barnanna ábyrgjast.
Barnaflokkur meira vön og Barnaflokkur minna vanir = Knapar 10 - 13 ára á árinu. Fer eftir keppnisreynslu og árafjölda í hestum í hvorn flokkinn börnin skrá sig
Unglingaflokkur meira vön og Unglingaflokkur minna vanir = Knapar 14 - 17 ára á árinu. Fer eftir keppnisreynslu og árafjölda í hestum í hvorn flokkinn unglingar skrá sig
Ungmennaflokkur meira vön og Ungmennaflokkur minna vanir = Knapar frá 18 - 21 ára á árinu. Fer eftir keppnisreynslu og árafjölda hvort flokkinn ungmennin skrá sig.